Ríkisstjórnin á ekki að reyna að leysa fjárhagsvanda miðstéttarfólks. Er of dýrt. Markmiðið má ekki vera að laga “forsendubrest”. Á því hafa ríki og skattgreiðendur ekki efni. Því er nóg komið af almennum aðgerðum til að bæta hag skuldara. Þær gagnast heldur ekki þeim, sem raunverulega hafa það skítt. Atvinnulausum, öryrkjum og einstæðum. Þeim á að hjápa með því að setja á þá fallhlíf. Gera þeim kleift að skila lyklum að eignum, sem þeir eiga ekki. Kleift að verða sómasamlega gjaldþrota. Strika um leið yfir bankaskuldir þeirra. Senda þá á betri velferð. Ódýrara en lækning á “forsendubresti”.