Málsvari andstæðinga Evrópuaðildar fjallar oft um sveigjanleika krónunnar. Sveigjanleikinn felst í, að reikningurinn er umsvifalast sendur til fólks. Lífskjörin eru skorin niður á sjálfvirkan hátt. Það er ekki hægt, þegar evra er notuð. Þess vegna eiga stjórnvöld í Írlandi og Grikklandi í miklu meiri erfiðleikum en hér. Þau geta ekki sent reikninginn til almennings. Páll Vilhjálmsson kvartar líka yfir vonzku stórveldanna í Evrópu. Vonzkan er þó bara sagnfræðileg. Hún felst í styrjöldum og ofsóknum, sem áttu sér stað fyrir 60-300 árum. Evrópusambandið útilokar þá vonzku, sem Páll talar um.