Byltingin dó síðdegis

Punktar

Fjölmiðlar sögðu síðdegis, að tunnubyltingin væri fámenn, hófst í 100 manns kl.14, fór upp fyrir 300 manns kl.15, niður í 100 manns kl.16. Byltingin rann út í sandinn á Austurvelli í dag. Tilraun til að setja utanþingsstjórn á oddinn varð til þess, að margir hættu við að koma. Fólk vill mótmæla bágu stjórnarfari, en heimtar samt ekki fasisma. Þar með hafa Ólafur Ragnar Grímsson og Hreyfingin misst af tækifæri til að gera af sér óskunda. Lífið heldur því áfram í Kardimommubæ. Jóhann er komin í gagnsókn, skoraði á peð stjórnarandstöðu að leggja fram tillögu um vantraust á sig. Vígreif Jóhanna.