Ríkisstjórnin virðist ekki geta skorið niður, þar sem rétt og brýnt er að skera niður. Henni ber að fækka embættismönnum. Kvígildum fjórflokksins, sem hafa áratugum saman fyllt ráðuneyti og stofnanir. Heil fyrirbæri gera tæpast neitt, svo sem Útlendingastofnun. Alla greindarskerta niðursetninga ber að reka. Einnig þarf ríkisstjórnin að losna við pólitíska ungliða, sem þykjast vera ráðgjafar ráðherranna. Kunna fæstir að reikna og hafa ekkert vægi. Einnig ber að reka óhæfa almannatengla. Ríkissstjórnin á ekki að spara svona mikið í heilbrigðisþjónustu, heldur losna við undirmálsfólk fjórflokksins.