Flækingurinn segir frá

Ferðir

Mér líður vel á hótelum. Þar er allt til alls og enginn óþarfi, ekki einu sinni bók. Víðast gott rúm, sturta, þráðlaust net, jafnvel útsýni. Engin matreiðsla, engin þrif. Þegar ég skrifaði ferðabækur um stórborgir heimsins, bjó ég bara eina nótt á hverju hóteli. Var aðeins með handfarangur. Í París var ég á þrjátíu hótelum í einum mánuði og borðaði á sextíu veitingahúsum. Gæti verið heilt ár á 365 hótelum og 730 matstofum og þar á milli á rölti og kaffihúsum. Þrífst líka í fjallaskálum í hestaferðum, þegar fólk sefur í kös í svefnpokum á gólfinu. Sennilega flækingur í eðli mínu eins og Herlúlarnir.