Forseti og bófaflokkar

Punktar

Stjórnvöld Kína láta yfirleitt dólgslega í samskiptum við umheiminn. Vöruðu friðarnóbelsnefndina við vali Liu Xiaobo, sem situr í fangelsi. Kvörtuðu við ríkisstjórn Noregs og skrúfuðu fyrir samskipti við Noreg. Reyndu að fá sendiherra ríkja heims til að mæta ekki í athöfnina. Auðvitað tekur enginn mark á þeim. Samt hefur Ólafur Ragnar Grímsson mikið dálæti á þeim. Hann vill auka viðskipti við Kína fremur en Evrópu. Og líka við Sovétríkin, sem færast óðfluga til baka til Sovéthátta. Síðan klappstýra útrásarinnar missti af samneyti við íslenzka bankabófa hallar hún sér að erlendum bófaflokkum.