Vegna skammvinns grasekkilstands ramba ég milli veitingahúsa. Nenni varla að elda fyrir einn. Laðast að gamalgrónum matstöðum með íslenzkri matreiðslu. Þar eru Þrír frakkar Úlfars Eysteinssonar á oddinum. Þar eru líka Laugaás og Tilveran, Höfnin og Jómfrúin, Potturinn og pannan og jafnvel Ostahúsið. Jómfrúin er að vísu dönsk, en íslenzk matreiðsla er það líka. Allir þessir staðir bjóða upp á ferskan fisk og kunna að elda hann. Það er meira en hægt er að segja um ýmsa stjörnustaði, sem státa af landsliðskokkum. Náttúruleg hráefni endast betur í bragðminni mínu en hlaup og froða úr matvinnsluvélum.