Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur ekkert lært af áralangri gagnrýni. Enn þjáist hann af Chicago-hagfræði. Telur kreppu eingöngu eiga að lenda á skuldurum og alls ekki á lánurum. Þetta stríðir gegn heilbrigðum samskiptum. Venja er í viðskiptum að splitta tjóni. Slíkt þarf einnig að gera hér, þótt sjóðnum sé illa við það. Takmörk eru fyrir því, hversu mikið er hægt að taka mark á slíkum sjóði. Því miður er stuðningur Norðurlanda háður samkomulagi við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Við þurfum því að halda samstarfinu áfram, en getum þráast gegn augljósum vanköntum þess. Nú þarf að splitta tjóninu.