Ekki er bannað að reykja og drekka. Samt vilja þingmenn og landlæknir banna transfitu. Slíkt bann mundi færa verzlun með transfitu í hendur dópsala. Vítisenglar fengju enn eitt vörunúmerið í bæklinginn. Bann er varasamt, er aðrar leiðir sjást. Unnt er að merkja transfitu sérstaklega á vöruumbúðir. Eins og hægt er að merkja viðbættan sykur og erfðabreytta vöru. Neytendur eiga rétt á að vita, hvað þeir eru að kaupa. Og landlæknir heldur úti áróðri gegn transfitu. Mestu máli skiptir að koma merkingum í þolanlegt horf. Banni menn transfitu, hljóta þeir einnig að verða að banna áfengi og tóbak.