Ég átta mig ekki á Ríkisútvarpinu. Dregur rétta frétt til baka á fáránlegri forsendu. Rekur fréttamann fyrir bók, sem stofnunin átti að vita um fyrir löngu. Af hverju kynnti útvarpið sér ekki, við hvaða ráðherra var talað og gerði ráðstafanir í tæka tíð? Á hvaða forsendum eru dálkahöfundar útvarpsins ráðnir og reknir? Ekki dugir fyrir opinbert ríkisútvarp að hafa vinnureglur sínar í felum. Því ber að birta verklagsreglur eða siðareglur sínar. Þá hefðum við einhverja möguleika á að skilja, hvað er að gerast þar á bæ. Úr fjarlægð virka aðgerðirnar eins og tilviljanakennt fálm taugaveiklaðra.