Hafi Jóni Bjarnasyni verið hótað ráðherramissi, á hann að segja það sjálfur. Einskis virði eru fullyrðingar Ásmundar Einars Daðassonar um það. Hann sagði einu sinni, að sér hefði verið hótað í símboðum, en gat þó ekki sýnt boðin. Fjölmiðlar lepja vænisýki hans, tala ekki við Jón. Minnir á frétt sjónvarps um bóndann, sem var hissa á sæg geisladiska í vegköntum. Fréttamaðurinn kunni ekki fagið, aflaði ekki upplýsinga um, hvaða músík væri þar. Eiríkur Jónsson er eitt bezta fréttanef landsins og vakti athygli á þessu. Fórnardýr tónlistar vilja sjá lista yfir tíu efstu í brottkasti tónlistar á vegköntum.