Hef oft verið hvattur til að prófa fiskinn í Ostabúðinni á Skólavörðustíg. Hef stundum kíkt niður í svartholið, þegar ég kaupi þar ost. Ekki litizt á blikuna. Mannaði mig núna til að stíga niður í kjallarann. Þar er matur í hádeginu, fiskur á 1380 krónur og súpa 490 krónur. Hálfur skammtur af hvoru kostar aðeins 1440 krónur samtals. Semsagt einn af ódýru stöðum miðbæjarins. Pönnusteikt rauðspretta var mjög fín og með góðu meðlæti. Grænmetissúpa með tómati var þykk og góð í kuldanum. En fransbrauð var ofursalt. Borðað er við há barborð í gluggalausum kjallaragangi, eins lokuðum og ég ímyndaði mér.