Saga fjárfestingarbanki er arfur sprunginnar bankablöðru. Þar safnast saman vafasamir náungar úr efstu lögum gömlu bankanna. Sérstakur saksóknari sendi sveit í bankann til að gera upptæk gögn. Og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson bankastjóri var tekinn til yfirheyrslu sem grunaður maður. En bankinn hefur almannatengsl á fullu. Fjölmiðlar sögðu strax innrásina í bankann vera út af málum óviðkomandi bankanum. Þeir sögðu Þorvald hafa stöðu grunaðs manns til að vernda hann sjálfan. Allt ruglið tuggðu fjölmiðlar upp úr almannatengli bankans. Varið ykkur á þessum Saga banka, þar er skuggalegt lið um borð.