Höfnum hjálp hrunverja

Punktar

Gott er, að Heiðar Már Guðjónsson hætti við að kaupa Sjóvá. Við þurfum ekki hjálp hrunverja við að byggja upp nýtt Ísland. Meðreiðarsveinar hans voru kannski vammlausir peningamenn, en Arion-banki átti að vita betur. Hafi Seðlabankinn brugðið fæti fyrir kaupin, er það fjöður í hatt bankans. Líka er gott, að Steini í Kók er ekki lengur í Kók. Betra er, að hann flytji til þjófanna í Barcelona eins og Hannes Smárason. Fínt er, ef skilanefnd Landsbankans nær að ógilda gjöf bankans til Björns Leifssonar. Við þurfum ekki aðild hrunverja að nýju Íslandi. Það hafa bankarnir ekki skilið enn.