Árni sakar Davíð og Jónas

Punktar

Árni Mathiesen kennir Davíð Oddssyni og Jónasi Friðrik Jónssyni um ólöglegu gengislánin. Fyrrum fjármálaráðherra segir Fjármálaeftirlit og Seðlabanka hafa átt að fylgjast með stórflóði gengislána. Eftirlitið hefði átt að sjá, að gengislánin voru ólögleg og átt að stöðva þau. Seðlabankinn hefði átt að sjá, að stórflóð ódýrra gengislána stríddi gegn baráttu bankans við þenslu og verðbólgu. Stórflóðið truflaði stjórntæki Seðlabankans, sem hefði átt að stöðva það. Bók Árna Mathiesen gefur betri innsýn í gerðir og aðgerðaleysi valdamanna fyrir hrunið en hitt varnarritið, bók Björgvins G. Sigurðssonar.