Sameiginlegt einkenni tveggja fjandvina er, að þeir hata Evrópu. Hvorki Davíð Oddsson né Ólafur Ragnar Grímsson hafa slegið þar í gegn. Evrópskir litu á Davíð sem drýldinn hreppstjóra með fúla brandara úr dreifbýlinu og á Ólaf sem fúlt merkikerti. Davíð sótti sér vináttu í Rússlandi, þar sem hann útvegaði þúsund milljarða lán, sem reyndist vera rugl. Ólafur safnar vinum í þeim ríkjum, sem mest hata mannréttindi. Þar er Kína efst á blaði og síðan auðvitað Rússland. Þessa dagana var hann í Abú-Dabí og ræktaði líka vinskap við Íran. Eiginlega á hann helzt eftir Norður-Kóreu í þetta geðfellda safn.