Fjárhagsvandi sumra ríkja Evrópusambandsins getur orðið eins geigvænlegur og Íslands. Ekki vegna þess að þau hafi átt sína Davíða og Geira. Heldur vegna ríkisábyrgðar á bönkum. Írland spýtir ofurfé í bankana í stað þess að leyfa þeim að rúlla. Um öll Vesturlönd er trúaratriði, að bönkum verði að bjarga. Þeir séu hornsteinar trausts í viðskiptalífinu. En Ísland hefði aldrei getað borgað lánardrottnum bankanna sjöþúsund milljarða króna. Setti því bankana í gjaldþrot. Sextíu milljarða greiðsla í IceSave er smámynt í samanburði við sparnaðinn af gjaldþrotinu. Teljumst líklega gæfusöm, þegar upp er staðið.