Allt þjálfurum að kenna

Punktar

Um daginn las ég skondna kenningu um siðleysi fjárglæframanna og bankabófa. Það var sagt stafa af þjálfurum boltafélaga. Þeir leggi áherzlu á, að það sé hlutverk dómarans eins í kappleikjum sé að halda uppi siðsemi. Leikmenn megi hins vegar haga sér siðlaust. Svo framarlega sem það komist ekki upp eða að eftirköstin séu þolanleg. Því fautist boltamenn, sparki í mótherja í laumi eða skalli þá, snúi upp á geirvörtur eða bíti í hálsinn á þeim. Allt sé það í bezta lagi að mati þjálfara, svo framarlega sem það þjóni gangi liðsins. Siðleysi fjármála sé yfirfært úr keppnisboltanum. Athyglisverð kenning.