Ungt fólk var til jafns við gamalt fólk á þjóðfundinum. Þar var fólk sammála um miklar breytingar á stjórnarskránni. Vildi, að allt landið yrði eitt kjördæmi og að slitið yrði sambandinu milli ríkis og kirkju. Vildi takmarka þingsetu og völd ráðherra og auka gegnsæi þjóðfélagsins. Vildi vernda betur náttúruna og efla þingræði. Bara nokkur dæmi af mörgum. Á þjóðfundinum vildi fólk, að stjórnarskráin stuðlaði að þessu. Þegar kemur svo að kjördegi, er margt af unga fólkinu bara týnt. Áhuginn var daufur, þegar til kastanna kom. Hætt er við, að með aumri kosningaþáttöku verði minna úr frómum hugsjónum.