Heilögum Mammon bjargað?

Punktar

Engin leið er að fá bankahólf í Þýzkalandi, Þau eru öll upptekin og þau eru öll full af gulli og silfri. Margir hafa tekið út bankainnistæður sínar og keypt gull í hólfið. Þar eru auðvitað engir vextir, en fólk treystir bönkunum ekki lengur. Auðvitað hefur þetta áhrif á peningastöðu bankanna, þótt langt sé í vandræði af írskri stærðargráðu. Þýzkaland er hornsteinn sameinaðrar Evrópu og tekur á sig vandræðin á jöðrum Evrópusambandsins. Allt stendur og fellur með þýzkum bönkum. Ef Þýzkaland stendur storminn af sér, er heilögum Mammon og Evrópu borgið. Annars fara heimsviðskiptin á hliðina.