Vonlaust kosningakerfi

Punktar

Tugþúsundir mættu ekki ekki á kjörstað. Vissu, að kosning yrði þeim ofviða. Tíuþúsund mættu á kjörstað og reyndu að kjósa, en gátu það ekki. Ekki er hægt að ætlast til meira af fólki en að það þekki D og geti krossað við þann staf. Að skrifa hundrað tölustafi í 25 línur er Íslendingum alveg ofviða. Eins og ég hefur áður sagt var nær að nota kerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn notar í prófkjörum sínum. Það kerfi er einfalt, hentar fávitum og virkar vel, er sæmilega réttlátt. Að hleypa stærðfræðingum í kerfið voru alvarleg mistök. Tilraunin til að magna réttlæti í talningu mistókst herfilega.