Misráðið er af ríkinu að leggja 33 milljarða til Íbúðalánasjóðs, sem ekki þarf alla þessa upphæð. Sjóðurinn hefur 8 milljarða í eigin fé. Það er að vísu fremur lítið, en ekki of lítið. Stöðu sjóðsins má bæta á löngum tíma. Staða ríkissjóðs gefur ekki tilefni núna til peningagjafa. Nema ætlunin sé að einkavæða sjóðinn, en þá væri ríkisstjórnin að fara bakvið þjóðina. Ef ástæðan er kostnaður vegna aðgerða gegn skuldavanda heimila, er eðlilegt, að ríkið borgi hann beint, án sjónhverfinga. Tillaga meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um 33 milljarða framlag lyktar af einhverju, sem ekki má segja frá.