Tvisvar var reynt að ræna mig sama daginn í Róm. Var í kirkju sankti Maríu hjá englunum. Búinn að dást að píslarvætti sankti Sebastíans og var að fara út. Sá þrjá unglinga koma hvern úr sinni átt. Fór til baka, prófaði skömmu síðar og þá gerðist það sama. Beið eftir þýzkum ferðahópi, fór út með honum, sýndi strákunum fingurinn. Var svo í fáfarinni götu fornsala, Via Coronari. Að mér kom hópur barna, þreif í myndavél og axlartösku. Ég hélt fast í hvort tveggja, sveiflaði mér tvo hringi og hljóp. Klær barnanna náðu bara merki framleiðandans af töskunni. Margir í Róm vilja losna við sígauna úr landi.