Hliðaratriði þrefalda verðið

Veitingar

Reikna má heildarverð borðhalds á veitingahúsi út frá verði aðalréttar. Ef fólk snæðir þríréttað, má reikna með, að forréttur og eftirréttur jafngildi samanlagt aðalrétti, tvöfaldi verðið. Kaffi og hálf borðvínsflaska á mann jafngildir verði aðalréttar í ofanálag. Með forrétti, eftirrétti, kaffi og borðvíni er allt borðhaldið orðið þrefalt verð aðalréttar. Kosti aðalréttur 5000 krónur, má búast við 15000 króna kostnaði alls á mann. Kosti aðalréttur 2000 krónur, má búast við 5000 króna heildarkostnaði. Skynsamlegra væri fyrir veitingahús að hækka verð aðalrétta og lækka verð í hliðaratriðum.