Braskari gengur enn laus

Punktar

Ég skil bara ekki, hvers vegna Fréttatíminn tekur tvisvar í röð sykursæt drottningarviðtöl við einn helzta gjaldeyrisbraskara krónunnar. Er hann eigandi blaðsins? Eignarhald blaðsins hefur ekki verið upplýst. Braskarinn hefur höfðað mál gegn DV fyrir að hindra kaup sín á Sjóvá. Sé það rétt, á Reynir Traustason ritstjóri að fá Fálkaorðuna. Tryggingafélög eiga að vera rekin af varfærnum maurapúkum, sem eru alger andstæða gjaldeyrisbraskarans. Að afhenda gjaldeyrisbraskara tryggingafélag er meiriháttar geðveiki. Er ekki hægt að koma braskaranum í grjótið eða gera hann útlægan ævilangt?