Við lesum hástemmdar lýsingar á frábærum tækifærum. Síðast eru það þúsund rafbílar, sem á að setja saman hér á landi. Áður voru það hafnir handa álbræðslum. Enn hafa vaknað ljúfir draumar um sjúkrahús á alþjóðlegum markaði. Lengi hafa gagnaver verið talin allsherjar lækning á vandræðum okkar. Gallinn við draumana er, að mönnum dettur helzt í hug, að ríkið komi að málum. Leggi fram fé eða aðstöðu, gefi eftir í sköttum og skyldum, veiti einkaleyfi eða ríkisábyrgð. Sameiginlegt öllum þessum hugmyndum er, að þær eru ómengaður pilsfalda-kapítalismi. Ætlunin er bara að mjólka ríkissjóð.