Ekki til að borða, heldur horfa

Veitingar

Woody Allen snæddi þar á hverju kvöldi. Þriðja hvert borð er skipað frægu fólki, leikurum, rithöfundum, útgefendum, íþróttahetjum. Elaine’s við 2ra breiðgögu og 88da stræti á Manhattan, með húsbúnaði af flóamörkuðum. Í gær dó Elaine Kaufmann, eigandi og kokkur. Víðfræg fyrir vondan mat og ruddaskap við fólk, lamdi einn gestinn. Yfirþjónninn var engu skárri. Fáar stjörnur fengust hjá alvöru álitsgjöfum um veitingahús. En selebbin elska að koma og láta misþyrma sér í mat, húsbúnaði og viðmóti. Sálfræðin segir, að slíkir safnist á staði, þar sem fólk kemur ekki til að borða, heldur til að horfa.