Hvar eru hinir heiðarlegu?

Punktar

Guðmundur Óskarsson endurskoðandi kvartar yfir, að stétt sín sé dregin í svaðið. Öll stéttin sé talin vera skítapakk fyrir hugsanleg afglöp aðeins 15% hópsins alls. Gott og vel, Guðmundur er vafalaust gegn maður eins og margir endurskoðendur. En skítpakkið hjá PWC og KPMG hefur ráðið ferðinni. Bókhaldstæknar þess ráða félagi endurskoðenda og setja fyrir hönd þess fram kröfur um, að ríkið lögleiði siðareglur PWC og KPMG. Hvað hafa heiðarlegir endurskoðendur gert til að hemja offors bókhaldstækna? Ef þeir eru bara 15%, hvar eru þá hin 85%? Ekki er nóg að kveina bara, heldur þarf að framkvæma.