Óarðbær atvinnubótavinna

Punktar

Ekki þarf strax að breikka vegi kringum Reykjavík eða að bora fleiri fjöll. Að minnsta kosti ekki, ef það kostar vegatolla. Þjóðfélagið hefur horft upp á nægar skattahækkanir í bili. Og ástæðulaust er að refsa fólki fyrir að keyra langan veg til vinnu. Vegatollar hefta stækkun atvinnusvæða og draga úr sveigjanleika hagkerfisins. Ríkisstjórnin virðist hafa meiri áhyggjur af atvinnuleysi verktaka en hjúkrunafólks og ljósmæðra. Forgangsröðin er ekki í lagi. Vilji ríkið magna veltu í samfélaginu, er skynsamlegast að vernda ódýr störf í heilsugeiranum. Fremur en að hefja óarðbæra atvinnubótavinnu.