Dýrlingar fá svigrúm

Punktar

Sorglegt er, að í New York var vísað frá máli Glitnis gegn dýrlingum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í Bandaríkjunum er tekið hart á hvítflibbungum. Þar hefðu allir sakborningar fengið ævilangt fangelsi. Madoff fékk 150 ára dóm. En dómaranum fannst málið eiga heima á Íslandi. Réttlátara hefði verið, að bandarísk svips hvíni á herðum þeirra, sem skófu bankann innan. Því miður lifa íslenzkir dómarar í öðrum heimi en bandarískir. Telja hvítflibbunga vera æðri skítugum skúrkum, sem stela bjór og sígarettum. En lífið heldur áfram og fróðlegt verður að sjá, hvort íslenzkir dómarar sýni manndóm.