Hjálparsamtök í öngstræti

Punktar

Hjálparsamtök, sem úthluta mat til fátæklinga, hafa ekki fengizt til að breyta vinnubrögðum. Því halda biðraðir áfram, þótt þær lengist. Betra er að taka upp greiðslukort til þeirra, sem þurfa á matargjöfum að halda. Það er gert í Bandaríkjunum og þar eru ekki biðraðir. Eigin mat fólks á þörfinni er ekki heppilegt. Núna er ástandið þannig, að þriðjungur þeirra, sem þiggja matargjafir, þarf ekki á þeim að halda. Rakin hafa verið mörg dæmi um slíkt í fjölmiðlum. Stokka þarf upp kerfið, losa um tök staðnaðra kerlinga og koma á nútímalegum vinnubrögðum. Greiðslukort eru hornsteinn að betri árangri.