Guðmundur Hermannsson, Róbert Marshall og fleiri þingmenn eiga erfitt með að vakna á morgnana. Vilja færa klukkuna. Betra er að leysa vanda þingmanna með sértækri aðgerð, fresta þingfundum fram á kvöld. Einnig má leysa vandamál skólabarna með því að hefja skóla síðar á morgnana. Engin ástæða er til að láta sértæk vandamál koma niður á almenningi. Erum vel sett á Greenwich-tíma. Höfum nánast sama vinnutíma og viðskiptavinir okkar í siðmenningunni. Tillagan um seinkun klukkunnar stafar ekki af neinni augljósri þörf annarri en morgunsvæfra hópa. Kaupið vekjaraklukkur handa syfjuðum flutningsmönnum.