Hópíþróttir brengla

Punktar

Samkvæmt þjálfurum barna í hópíþróttum ber dómari leiks einn ábyrgð á, að fylgt sé reglum. Leikmenn sjálfir eru án ábyrgðar, siðlausir. Ef þeir hindra mark með broti, er það nauðsyn, sem brýtur lög. Sama er að segja um látalæti leikmanna. Þau eru nauðsynleg aðferð við að hafa áhrif á dómarann. Um allt land eru siðlausir þjálfarar að kenna börnum okkar, að þriðju aðilar eigi að sjá um allt siðferði. Það eru dómararnir. Leikmenn sjálfir mega hins vegar haga sér eins og hentugast er. Úr þessari þjálfun kom ábyrgðarlaust fólk á vinnumarkaðinn. Tók líka yfir bankana. Með afleiðingum, sem allir hafa séð.