Landsvirkjun og Orkustofnun viðurkenna, að orkugeta virkjunarsvæða er miklum mun minni en áður var sagt. Landsvirkjun segist nú geta útvegað 50 megawött við Þeistareyki og kannski annað eins við Kröflu. Það er að segja, ef hægt verður að leysa vanda af háu sýrustigi. Samtals er þetta fyrir hálfum fyrsta áfanga álbræðslu á Bakka. Hvar á að fá orku í síðari áfanga, 650 megavött alls? Eða fyrir aðrar fabrikkur og rafbíla? Ástandið er svipað syðra, tæpast til orka í fyrsta áfanga álbræðslu í Helguvík. Smám saman síast veruleikinn inn. Ráðagerðir græðgisfíkla í Keflavík og Húsavík eru bara sprungin blaðra.