Bandarískir stjórnmálaskýrendur tala stundum um Judeo-Christian þáttinn í arfleifð Vesturlanda sem hornstein þeirrar arfleifðar. Kann að eiga við um Bandaríkin, þar sem biblíutrú er sterk. Á miklu síður við um Evrópu, sem er meira eða minna trúlaus. Miklu nær væri að tala um Greco-Christian arfleifð. Forna Grikkland er áhrifameira í Evrópu en forna Gyðingaland. Páll postuli var Grikki. Til dæmis er siðfræði okkar fremur grísk en biblíuleg. Fríþanki Forngrikkja gegnsýrir evrópsk sjónarmið nútímans. Lýðræði okkar er ættað frá Aþenu og réttarfar frá Róm. Ég mundi helzt tala um Greco-Roman arfleifð. Gleðileg jól!