Genarannsóknir leiða í ljós, að forfeður mannkyns voru fjölbreyttari en áður var talið. Ekki bara Neanderdalsmenn eru þáttur af fortíð okkar, heldur líka svonefndir Denisovítar. Það er nýfundinn kynstofn, sem var uppi í Asíu fyrir 30.000 árum. Þá voru samtímis uppi Neanderdalsmenn, Denisovítar og CroMagnon nútímamenn. CroMagnon voru nútímalegastir þessara kynstofna, fínlegar vaxnir og hausminni. Urðu sigurvegarar samskipta kynstofnanna, en blönduðust samt hinum tveimur lítillega. Þannig er mannkyn nútímans ekki að öllu leyti ættað frá Afríku og ekki að öllu leyti ættað frá sömu konunni, Lúsíu frá Eþiópíu.