Sjaldgæft er orðið, að ég leiti mér fræðslu í dagblöðum. Þau eru orðin full af uppskriftum og slúðri með fréttatilkynningum í bland. Gladdist því, þegar ég las greinar Þóris Bergssonar og Gunnars Smára Egilssonar í Fréttatímanum um kæsingu matar víða um heim. Við höfum kæsta skötu, Norðmenn hafa rakfisk og Svíar hafa surströmming. Meira er kæst í Austur-Asíu. Þeir félagar skrifa um kimchi, kæst grænmeti í Kóreu, og um kæst sushi í Japan. Og kæst garum í Róm. Fyrir daga kæli- og frystiskápa varðveitti kæsing matinn. Við lestur greinanna varð ég margs vísari, sem er því miður of sjaldgæft með fjölmiðla.