Mikill snjór er víða um Evrópu, en sáralítill við London. Samt fór flug þar úr skorðum, því að flugvellirnir lokuðust. Þeir voru meira eða minna lokaðir dögum saman. Ástæðan var skortur á rekstraröryggi. Tæki og búnað skorti til ruðnings á tveggja sentimetra snjólagi. Stafar af græðgisvæðingu vallarins. Hann var einkavæddur að hætti Thatcher járnfrúar. Einkaaðilinn BAA sparar öryggisatriði til að kreista sem mestan gróða út úr samningnum við ríkið. Þannig fer líka annars staðar, þar sem innviðir samfélags eru einkavæddir. Þannig verða hiti og rafmagn ótraust í Keflavík hjá Ross Beaty í Magma.