Milljarðar Möllers og Marshalls

Punktar

Tímabært er að draga Kristján Möller og Robert Marshall fyrir Landsdóm. Tóku fram fyrir hendur tæknimanna, er vildu rannsaka Landeyjahöfn betur. Marshall var formaður stýrihóps um hönnunina og Möller ráðherrann, sem keyrði höfnina áfram. Að ruglinu kom líka Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum. Þessir þrír pólitíkusar bera ábyrgð á óðagotinu. Nú er komið í ljós, að höfnin gengur ekki upp. Fyllist jafnóðum af sandi. Frekari sanddæling mun kosta blóðuga milljarða. Kominn er tími til að fresta ruglinu og hugsa dæmið upp á nýtt á ódýru teikniborði áður en milljörðum af skattfé er eytt í pólitískt óðagot.