Gylfi Magnússon reynir að fegra feril sinn sem efnahagsráðherra. Segir gömlu bófaflokkana heyra sögunni til. “Þeir sem stjórnuðu gömlu viðskiptablokkunum fóru með þeim. Þótt sum fyrirtækin líti svipað út og áður eru oftar en ekki komnir nýir eigendur og stjórnendur.” En þetta gerðist akkúrat ekki. Sumpart eru gömlu bófarnir risnir afskrifaðir upp frá dauðum og komnir til valda að nýju. Sumpart eru nýir stjórnendur nákvæmlega eins innréttaðir og hinir gömlu. Við þurfum ekki að líta lengra en til sjálfra bankanna. Þar stjórna bófarnir öllu að baki bankaleyndar. Siðvæðing viðskipta mistókst hjá Gylfa.