Creditinfo ofmetur netmiðla

Fjölmiðlun

Creditinfo segir netmiðlana koma sterkt inn í fréttum, birta helming allra frétta. Þetta er afar ónákvæmt, því að könnun fyrirtækisins segir ekkert um uppruna fréttanna. Meirihluti frétta fæðist á ritstjórn blaða og minnihluti á ritstjórn ljósvakamiðla. Örlítill hluti verður til á netmiðlunum sjálfum. Að mestu leyti birta þeir fréttir, sem fæðast hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Þótt þær birtist oft fyrst á netinu, þá eru þær samdar á vegum hefðbundinna fjölmiðla. Síðan fara þær oft hring á netinu, birtast á mbl.is, visir.is, ruv.is, eyjan.is, pressan.is. Creditinfo gefur brenglaða mynd af stöðunni.