Lögmaður Eiðs Smára Guðjohnsen dregur ekki í efa, að rétt er sagt frá málum í DV. Eiður Smári var aftaníossi útrásarvíkinga og gæludýr í bönkum þeirra. Naut þar fyrirgreiðslu, sem almenningur fékk ekki. Fékk yfir milljarð að láni í fasteignabrask, sem fór illa. Fjármálasaga hans er svipuð annarra útrásarvíkinga hins brjálaða tíma, sem nú er kallaður 2007. Þá voru sumir jafnari en aðrir og böðuðu sig í illa fengnu fé. Lögmaður Eiðs Smára hefur það eitt að segja, að óviðurkvæmilegt sé að fjalla um fjármál einstaklinga. Eiður Smári er samt ekki bara persóna. Stórtækur braskari, sem olli tjóni.