Julian Assange hótar brezka blaðinu Guardian málsókn fyrir að birta skjöl, sem hann hafði ákveðið að birta ekki. Guardian fékk skjölin hjá fólki, sem áður vann með honum og hefur hætt samstarfinu. Hann segist eiga þessi skjöl. Sjálfur. Þar með er kominn nýr vindingur á samtvinnun á persónu Assange og skjölum Wikileaks. Áður var hann búinn að hóta birtingu viðkvæmra skjala, ef Bandaríkin fengju hann framseldan. Í því felst loforð um að birta þau ekki, ef hann fengi að vera í friði. Útbelgd persóna Assange er orðin svo samofin Wikileaks, að dæmið er farið að snúast um hann persónulega. Að hans kröfu.