Magnús Orri Schram alþingismaður er formaður hagsmunasamtaka heilsutengdrar ferðaþjónustu. Það er dæmigerður þrýstihópur hagsmunaaðila, sem hafa hag af vinsamlegu andrúmslofti stjórnvalda. Til dæmis út af einkareknum spítölum. Magnús leynir þessum hagsmunatengslum á þar til gerðu skjali Alþingis. Hann heldur leyndri stöðu sinni sem þrýstis eða lobbýista hagsmunasamtaka. Það þýðir á íslenzku, að hann lýgur að þjóðinni. Eins og Ásmundur Einar Daðason laug að þjóðinni um hagsmuni sína. Ég held, að sumir þingmenn séu fastir í 2007-siðleysinu og geri sér alls ekki grein fyrir gildi þess að segja satt.