Ásmundur Einar Daðason lenti í klóm fjölmiðla, þegar hann kom niður í lyftu af stóra fundinum. Upplýsti þá um að lyftan gengi fyrst upp og síðan niður. Þá spurðu blaðamenn, hvort hann væri enn í þingflokki Vinstri grænna. Ofur eðlilegrar spurningar, sem brennur á margra vörum. Ögmundur Jónasson greip þá fram í og sagði: “Af hverju hafið þið ekki áhuga á málefnum.” Þar með slapp Ásmundur við að svara mjög svo mikilvægri spurningu. Ögmundur var þarna í hlutverki þaggarans og honum tókst það mæta vel. Blaðamanninum varð orðfall. Svo er Ögmundi fyrir að þakka, að enginn varð neinu nær um neitt.