Ógæfa einkavæðingar innviða

Punktar

Ríkisstjórnin getur annað hvort samið við Ross Beaty um endurheimt HS Orku eða lagt fram frumvarp um eignarnám á HS Orku. Hvort tveggja fælir erlenda fjárfesta. Við því er bara ekkert að gera. Því miður er vandinn eldri en ríkisstjórnin. Hún þarf að vinda ofan af ferli, sem er eldra en hún sjálf. Fyrri ríkisstjórn fór geyst í einkavæðingu innviða samfélagsins. Komið hefur í ljós það sama og í útlöndum: Einkavæðing innviða leiðir til verri þjónustu og meiri kostnaðar. Þar liggur vandinn, en ekki í því, að útlendur bófi sé verri en innlendur bófi. Ríkisstjórnin tekur allt of hægfara á vandanum.