Krugman um krónu og evru

Punktar

Frábær er grein Paul Krugman í New York Times um vanda Evrópusambandsins og evrunnar. Skrifar um flókið mál á tungumáli, sem lesendur skilja. Íslands er getið vegna krónunnar, sem gerði kerfinu kleift að lækka laun um 40%. Slíkt var ekki hægt í Grikklandi og Írlandi með evruna. Sveigjanleiki eigin myntar flýtir endurreisn Íslands og evran seinkar endurreisn hinna. En verndar þar lífskjörin, sem ekki varð hér. Telur, að Evrópa og einkum Þýzkaland verði að sætta sig við að flytja meira fé til ríkja í vanda. Ber saman, hvernig ýmsar leiðir gagnast misjafnt við að vernda evruna og Evrópusambandið.