Hagur flokks en ekki þjóðar

Punktar

Sendiráð Bandaríkjanna gerði sér ekki háar hugmyndir um Bjarna Benediktsson flokksformann. Velti fyrir sér, hvort hann væri í pólitískum leik að væla út viðbrögð frá Bandaríkjunum. Hann bað ítrekað um fundi í sendiráðinu. Var að reyna að koma ríkisstjórninni illa. Virðist hafa mistekizt, enda tíðkast verklag Flokksins ekki á siðmenntuðum bæjum. Sem þingflokksformaður í tíð ríkisstjórnar Geirs féllst hann á IceSave, sem var mun lakara en það, sem nú er á borði. Það nýja var smíðað með aðild lögfræðings stjórnarandstöðunnar. Bjarni ætlar samt enn að reyna að slá pólitískar keilur í þágu Flokksins.