Laumu-auglýsingar í sjónvarpi

Fjölmiðlun

Laumuauglýsingar eru farnar að tíðkast hér, einkum á Stöð 2. Þorsteinn J. laumar auglýsingum um töfradrykk í handboltaþátt. Þáttakendur sitja allir með flöskur fyrir framan sig. Auddi og Sveppi og félagar hafa lengi stundað slíkar laumu-auglýsingar. Þær eru siðlaus tilraun til að hagnýta sér meinta heimsku áhorfenda, sem telja þetta vera vinsæla drykki. Einhver vill hagnast á slíku, þáttastjórar eða sjónvarpsstöð. Seljandi reynir að komast aftan að fólki með leynd. Ef Katrín vill gera eitthvað fyrir fjölmiðlun, á hún að draga ritskoðunar-frumvarpið til baka. Banna heldur laumu-auglýsingarnar.