Óviðkomandi kjarasamningar

Punktar

Kjarasamningar atvinnu- og verkalýðsrekenda koma ekki ríkinu við. Það eru frjálsir samningar á frjálsum vinnumarkaði. Ríkið getur ekki komið að slíkum samningi með þjóðarsátt eða öðrum skuldbindingum. Var að vísu stundum gert fyrr á árum, þegar ríkið óð í peningum. Nú hefur ríkið ekki lengur efni á slíkum lúxus fyrir hönd skattgreiðenda. Svo virðist sem atvinnurekendur séu ófærir um að reka fyrirtæki án aðstoðar ríkisins. Þessi pilsfaldakapítalismi hefur sungið sitt síðasta vers. Einnig er fráleitt, að ríkið sé að draga græðgis-sparisjóði að landi. Pilsfaldakapítalismi er kapítalismi andskotans.